Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 278 svör fundust

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?

Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...

Nánar

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?

Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.Að frádregnum stigum fyrir m...

Nánar

Hvað er 12 marka barn þungt? Hvað er ein mörk mikið?

Mörkin sem notuð er um þyngd eða öllu heldur massa barna er 250 g eða fjórðungur úr kílógrammi. Tólf marka barn er því 3 kg. Sjá einnig svör okkar við eftirtöldum spurningum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? Björn Si...

Nánar

Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?

Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega...

Nánar

Hvernig verður kuldi til?

Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...

Nánar

Hvað eru vébönd?

Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...

Nánar

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

Nánar

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

Nánar

Hvað er lágþrýstingur?

Yfirleitt er lágþrýstingur miðaður við efri mörk blóðþrýstings lægri en 90 mm Hg (millimetrar kvikasilfurs) eða lægri mörk blóðþrýstings lægri en 60 mm Hg. Ástæður fyrir lágþrýstingi geta verið allt frá ofþornun vegna vökvaskorts í líkamanum til vandamála sem tengjast því hvernig heilinn sendir boð til hjartans um...

Nánar

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?

Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...

Nánar

Getur hagvöxtur verið endalaus?

Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...

Nánar

Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?

Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...

Nánar

Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?

Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna sé svo næm að þeir geti staðsett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið gogginum niður nákvæm...

Nánar

Fleiri niðurstöður